Manchester United mun reyna að fá Neymar í sumar ef hinn katarski Sheikh Jassim bin Hamad al Thani kaupir félagið.
Það er enska götublaðið The Sun sem heldur þessu fram.
Sheikh Jassim vill kaupa United. Frestur til að bjóða í félagið rennur út í kvöld. Samkvæmt Mirror ætlar Sheikh Jassim nú að bjóða 4,5 milljarða punda í United. Hann er í kapphlaupi við Sir Jim Ratcliffe sem er þó aðeins til í að bjóða 4 milljarða punda.
Sheikh Jassim ætlar sér að eignast United alfarið og er hann með stór markmið ef það tekst.
Meira
Frestur til að bjóða í United að renna út á ný – Sheik Jassim undirbýr stórt tilboð
Eitt af þeim er að fá Neymar frá Paris Saint-Germain.
Franska félagið ætlar sér í enduruppbyggingu og er opið fyrir því að selja Neymar, sem er dýrasti leikmaður sögunnar eftir að PSG keypti hann frá Barcelona á 198 milljónir punda 2017.
Neymar þénar 616 þúsund pund á viku í París og United þyrfti því að bjóða honum góðan samning til að lokka hann á Old Trafford.
Á þessari leiktíð hefur Neymar skorað 18 mörk í 29 leikjum, en hann hefur verið að glíma við meiðsli á ökkla og ekki spilað eins mikið og hann hefði viljað.
Samningur Neymar í París rennur út sumarið 2025.