Alejandro Garnacho hefur skrifað undir langtímasamning við Manchester United.
Kappinn er 18 ára gamall og hefur heillað nú þegar hann er að stíga sín fyrstu skref með aðalliðinu.
Nýr samningur Argentínumannsins gildir til 2028.
„Þetta er ótrúlegt félag. Mig dreymdi um að spila á Old Trafford. Ég er stoltur og meyr,“ segir Garnacho við undirskrift.
Locked in 🔏
We are thrilled to announce @AGarnacho7 has committed his future to United! 🤩#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) April 28, 2023