Leikur FH og KR sem átti að fara fram í Bestu deild karla í kvöld hefur verið frestað til morguns. Þá hefur hann verið færður frá Kaplakrika og á Wurth-völlinn í Árbæ.
Aðalstjórn FH tilkynnti KSÍ seint að gærkvöldi að hún hafi lokað báðum grasvöllum félagsins í Kaplakrika til og með 4. maí og hefur knattspyrnudeild FH því hvorki aðgang að keppnisvelli né tilgreindum varavelli í Kaplakrika fyrir leik FH og KR.
Leikurinn hefur því verið færður og fer fram á heimavelli Fylkis klukkan 14 á morgun.
FH spilaði á frjálsíþróttavelli sínum gegn Stjörnunni í 2. umferð Bestu deildarinnar en félagið var greinilega ekki til í að nota völlinn í leiknum gegn KR.
FH – KR
Var: Föstudaginn 28. apríl kl. 18.00 á Kaplakrikavelli (í dag)
Verður: Laugardaginn 29. apríl kl. 14.00 á Würth vellinum (á morgun)
Leik FH og KR í Bestu deild karla sem fara átti fram í Kaplakrika dag, föstudag, hefur verið frestað til laugardags og fer hann fram á Würth vellinum í Árbæ. https://t.co/YguaBoK94P
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 28, 2023