Hann sagði söguna í nýjasta hlaðvarpsþætti af 70 mínútur og varð Hugi Halldórsson, hinn þáttastjórnandinn, nánast orðlaus.
„Ég ætla að deila með þér einni sögu. Skólabróðir minn, hann er búinn að vera með konu í fjórtán ár en er að skilja við hana. Hann óskaði eftir skilnaði, þetta er mjög sérstakt. Mig langaði að deila þessu því þetta var áhugaverð nálgun,“ sagði Simmi og hélt áfram:
„Hann segir svona við hana: „Heyrðu, elskan mín, ég held að þetta gangi ekki. Við þurfum að skilja.“
Og hún bara: „Ha?“
Hann sagði þá: „Við eigum bara ekkert sameiginlegt.“
Þau spila golf saman, þau spila tennis saman. Þau eru samrýndasta par sem ég veit um.
„Ertu að djóka […] Hvað meinarðu að við eigum ekkert sameiginlegt,“ segir hún.
„Í fyrsta lagi ert þú hrútur og í öðru lagi er ég hommi.““
Hugi, sem er meðstjórnandi hlaðvarpsins með Simma, sagði einfaldlega: „Shit“, á meðan Simmi hló.
„En hvað gerðist, þetta endaði bara með hlátri,“ sagði Simmi og bætti við að maðurinn sé vissulega samkynhneigður og að þetta hafi verið hans leið að koma út úr skápnum.
Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.