fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hafa áhyggjur af kynlífi í geimnum

Pressan
Föstudaginn 28. apríl 2023 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágætar líkur eru á því að í náinni framtíð geti ferðamenn lagt meira en land undir fót og haldið alla leið út í geiminn, en reiknað er með að geimferðir fyrir ferðamenn verði að veruleika á næstu tíu árunum. Það er því að mörgu að huga og hefur hópur vísindamanna ákveðið að kanna einn þátt sem mun líklega fylgja þessum ferðalögum – kynlíf í geimnum.

Cranfield háskólinn í Bretlandi sendi frá sér tilkynningu á mánudag þar sem sagt var frá ritgerð sem hefur verið unnin um þetta efni, en höfundar hennar er alþjóðlegur hópur vísindamanna, lækna ásamt fleirum sem áhuga hafa á rannsóknarefninu. Um er að ræða svokallaða ráðgefandi ritgerð sem prófessorinn David Cullen fór fyrir.

Samkvæmt ritgerðinni hefur ekki verið hugsað nægilega mikið um kynlíf í geimnum þegar talað er um geimferðamennsku, og þeirri áhættu sem slíkum samförum gæti fylgt. Þetta eru atriði á borð við getnað, áhrif geimsins á fóstur og eins þættir á borð við ábyrgð, möguleika á málsóknum og möguleika á orðsporstjóni.

Hversdagsleg athugasemd sem varð að rannsókn

Einn höfundur rannsóknarinnar, Alex Layendecker, segir að það sé heillandi að hugsa um menningarlegar og félagslegar hliðar geimferðamennsku. Þar sem ferðamenn eru ekki þjálfaðir geimfarar er að mörgu að huga, og þurfi að gera slíkt af alvöru.

„Upphafspunktur okkar var hversdagsleg athugasemd um kynlíf í geimnum, en þegar við könnuðum málið þá kom okkur á óvart að þeir sem huga að geimferðum hafa ekki rætt um hætturnar opinberlega og þetta leiddi til rannsóknar okkar,“ er haft eftir David í tilkynningunni.

Egbert Edelbroek er yfirmaður SpaceBorn United, sem eru samtök í Hollandi sem rannsaka getnað í geimnum. Hann tók þátt í rannsókninni og sagði: „Í ljósi mikilvægi þess að manneskjan fjögi sér utan jarðarinnar, þar sem mannkynið stefnir á að verða tegund sem dreifir sér á fleiri plánetur, þá þurfum við að taka þessu alvarlega, hvort sem um áætlaða eða óvænta þungun sé að ræða.“

Óstýrður getnaður í geimnum

Í útdrætti rannsóknarinnar segir: „Á næstu tíu árunum (2023 til 2022) er reiknað með vexti í ferðamennsku í geimnum þar sem jörðin er hringsóluð, í ferðum sem gætu tekið nokkrar daga eða vikur. Hvatin að baki geimferðum og hegðun um borð í geimflaugum verða líklega með öðrum hætti en hjá atvinnugeimförum. Það er óraunhæft að reikna með því að allir ferðamenn í geimnum muni halda sig frá kynlífi þó þeir séu þar í nánast engu þyngdarafli og verði fyrir aukinni jónaðri geislun. Þetta eykur líkurnar á óstýrðum getnaði í geimnum, en geimferðalögum stafar töluverð hætta af slíku. Þekking okkar á áhrifum umhverfisins í geimnum á fóstur á byrjunarstigi sem og langtíma áhrif geimsins á afkvæmi manna, er á byrjunarstigi. Þessi skortur á þekkingu sýnir skýrt þær hættur sem fylgja tilkomu geimferðamennsku. Möguleg neikvæð áhrif geta verið líffræðileg – þ.e. frábrigði í fósturþroskun mennskra afkvæma, og eins samfélags- og viðskiptalegs eðlis – svo sem lögsóknir, orðsporstjón og fjárhagslegt tjón.“

Svo virðist sem geimferðaiðnaðurinn sé ekki, að minnsta kosti ekki opinberlega, að ræða þessar áhættu eða reyna að finna leiðir til áhættumildunar. Málið varði marga leikmenn og hagsmunaaðila, en þeir aðilar sem áttu að láta málið til sýn taka eru ekki að gera slíkt. Þetta sé óviðunandi og á þessu þurfi nauðsynlega að taka. Því hafi rannsóknin ákveðið að skilgreina nýtt hugtak – óstýrðan getnað í geimferðamennsku á frumstigi. Rannsóknin leggur eins til að tilteknir aðilar sem hafi hagsmuna að gæta leiti svara við tilteknum atriðum á borð við líffræðileg áhrif getnaðar í geimi, siðferðileg og lögfræðileg atriði, og leiðir til áhættumildunar.

Leggja höfundar rannsóknarinnar til að skipulagt samráð eigi sér stað milli þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta af geimferðamennsku þar sem hægt er að ræða um óstýrðan getnað í geimferðalögum. Huga þurfi að áhættumildun og möguleikum á regluverki og umræður þurfa að eiga sér stað fyrir opnum tjöldum til að fólk átti sig á þeirri áhættu sem tekið er með kynlífi í geimnum. Eins þurfi að kanna hvort að getnaðarvarnir hafi tilætluð áhrif í geimnum og hvaða hvati gæti legið að baki geimkynlífi.

Nánar má lesa um rannsóknina í umfjöllun Interesting Engineering.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn