fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Á faraldsfæti? – Nýttu þér þessi 10 ráð og handfarangurstaskan dugar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. apríl 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru tvær týpur af fólki þegar kemur að því að pakka niður fyrir flugið, þeir sem eru með allt í excelskjali, pakka fatnaði sem hægt er að nota saman á marga vegu hvort sem er fyrir dag eða kvöld og hafa aldrei lent í því að sjampóbrúsi springur yfir allt góssið sem keypt var erlendis. Svo eru það við hin sem hoppum á töskunni og skiljum ekkert í hvað hún hefur minnkað meðan á dvölinni erlendis stóð.

Á netinu rákumst við á þessi 10 góðu ráð sem hægt er að nýta sér og þá dugar handfarangurstaskan fyrir ferðina erlendis.

1.Gerðu gróft plan áður en þú pakkar.
Ef þú veist hvað er á dagskrá á hverjum degi þá veistu hvað þú þarft að pakka mörgum flíkum fyrir hvern dag. Verður þú á ströndinni allan daginn, eða á að ganga um alla daga og svo framvegis.

2.Tvö skópör duga
Skór taka alltaf mesta plássið í töskunni þannig að láttu tvö pör duga. Vertu í þeim sem eru fyrirferðarmeiri og settu hitt parið í töskuna.

3. Keyptu léttustu töskuna sem til er
Reglur geta verið breytilegar milli flugfélaga um umfang töskunnar. Hafðu líka í huga að þó að sé frábært að vera með tösku á hjólum, sérstaklega ef hún er þung, þá er bakpoki oft betri. En fyrst og fremst hafðu töskuna sjálfa eins létta í þyngd og hægt er.

4.Taska í tösku
Auk ferðatöskunnar vertu þá líka með stóra tösku (e. Tote bag), hún virkar bæði sem handtaska og strandtaska þegar komið er út. Settu síðan þunna ferkantaða tösku ofan í, sem er hversdagstaskan þín erlendis.

5. Pakkaðu fjölhæfum fatnaði
Pakkaðu lagskiptum fatnaði og fatnaði sem passar saman, efri og neðri klæðnaður. Hversdagsfötum sem hægt er að breyta í kvöldfatnað með fylgihlutum. Veldu fatnað í hlutlausum litum eða einlitan fatnað.

6. Notaðu pökkunartöskur
Pökkunartöskur eru sniðugar sérstaklegar þegar þú ert eingöngu með handfarangur. Hægt er að pakka vel í hverja tösku og þær raðast vel í stóru töskuna.

7.Framlengingarsnúra
Slepptu öllum millistyrkkjum og hlaðaðu símann þinn, Kindle-inn og hárblásarann á sama tíma.

8. Þvottur
Oft nægir að skola úr fatnaði eftir daginn, hótelvaskurinn og sápan ættu að duga. Gott er að velja flíkur sem þorna fljótt og taka einnig lítið pláss í töskunni.

9. Rúlla rúlla rúlla!
Upprúlluð föt taka minna pláss. Leggðu tvær eða þrjár flíkur ofan á hverja aðra á rúminu þínu og rúllaðu þétt frá öðrum endanum, kreistu loft og krumpur út um leið og þú rúllar. Skelltu svo öllu í pökkunarkubbana.

10. Notaðu snyrtivörur hótelsins
Við eigum öll okkar uppáhalds snyrtivörur sem við viljum nota dagsdaglega, en það má spara mikið pláss með að ferðast ekki með allar krukkurnar og brúsana með sér. Annað hvort að nota snyrtivörurnar sem eru í boði á hótelherberginu eða kaupa ferðasett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu