fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Beckham opnar sig um furðulegar venjur heima fyrir – „Ég veit að þetta er skrýtið“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 28. apríl 2023 10:38

David Beckham / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham opnar sig um þráhyggjuröskun sem hann glímir við í nýjum Netflix-þáttum sem koma út á næstunni.

Knattspyrnugoðsögnin er til að mynda með alls konar venjur er kemur að þrifum og hreinleika heima fyrir. Hann segist hata þegar það er drasl heima hjá honum þegar hann vaknar og því er hann alltaf með allt upp á tíu.

Þá er Beckham með sérstakar venjur er kemur að því að brenna kerti. „Ég klippi á kertavaxið og þríf kertastjakann. Ég þoli ekki þegar það kemur reykur þar inn. Ég veit að þetta er skrýtið.“

Beckham er með fleiri sérstakar venjur. „Ég læt Pepsi dósir inn í ísskáp en ef þær eru of margar læt ég þær í annan skáp. Það er vandamál sem ég er með.“ 

Hann heldur áfram. „Ef ég fer á hótelherbergi verð ég að ganga frá öllum bæklingum og bókum sem eru þar áður en ég get slakað á. Það þarf allt að vera fullkomið.“

Victoria Beckham hefur áður tjáð sig um venjur eiginmannsins.

„Það þarf allt að passa. Ef þú opnar ísskápinn sérðu að allt er í réttri röð. Við erum með þrjá ísskápa. Við erum með mat í einum, salat í öðrum og drykki í þeim þriðja. Þar sem eru drykkir þarf allt að passa og það þarf að vera slétt tala af þeim. Ef það eru þrjár dósir af einhverju fjarlægir hann eina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Í gær

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara