fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Páley varar við: Neysla mun aukast ef aðgengi að fíkniefnum verður gert auðveldara

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. apríl 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef aðgengi að fíkniefnum verður gert einfaldara, til dæmis með lögum um afglæpavæðingu fíkniefna, mun neysla barna og unglinga til dæmis aukast. Þetta segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og formaður Lögreglustjórafélags Íslands.

Páley ræddi þessi mál við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

Þó nokkur umræða hefur verið að undanförnu um fíkniefnavandann en fjölmargir einstaklingar hafa látið lífið, langt fyrir aldur fram, vegna neyslu sinnar. Þá hefur verið umræða á þingi um afglæpavæðingu fíkniefna en Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja fram slíkt frumvarp á yfirstandandi þingi eins og raunar var gert ráð fyrir í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.

Töldu skorta verulega undirbúning

Lögreglustjórafélag Íslands hefur látið sig þessi mál varða og skilaði til dæmis inn umsögn við minnihlutafrumvarpi í febrúar í fyrra. Þar var gert ráð fyrir að varsla á neysluskömmtum fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja yrði gerð refsilaus.

Lögreglustjórafélagið lagðist gegn frumvarpinu og sagði Páley við Reykjavík síðdegis að nokkrar ástæður hefðu verið fyrir því.

„Fyrst kannski og helst töldum við skorta verulega undirbúning fyrir svona gríðarlega stefnubreytingu í þessum málaflokki,“ sagði Páley og bætti við að meginreglan í íslenskum lögum um fíkniefni sé svokölluð bannregla laganna um að öll þessi efni séu ólögleg inn á íslensku forráðasvæði.

„Afglæpavæðing á neysluskömmtum eins og það er kallað yrði þá rof í þá bannreglu og þyrfti þá mjög vandaðan undirbúning. Við töldum líka að forvarnarstarfið hefði ekki verið aukið að sama skapi og meðferðarúrræðum fjölgað sem við töldum að væri algjör forsenda slíkrar stefnubreytingar,“ sagði Páley meðal annars.

Auðveldara aðgengi þýðir meiri neysla

Þegar Páley var spurð hver rökin væru fyrir því að neysla myndi aukast sagðist hún telja að viðhorf og neysla barna og ungmenna myndi aukast.

„Aðgengi verður einfaldara og auðveldara og í þessu frumvarpi voru engin aldursmörk í rauninni. Ég meina, áfengiskaupaaldurinn á Íslandi er 20 ár en þarna var lagt til að það mætti ekki taka efni af einstaklingum sem voru orðnir 18 ára,“ sagði Páley og bætti við að ekki væri gerður greinarmunur á börnum eða fullorðnum.

Páley bætti við að lögregla vinni náið í þessum málaflokki og horfi á skaðsemi þessarar neyslu.

„Hún er bara grafalvarleg eins og þið sjálf heyrið af allskonar sögum frá fólki sem missir fólkið sitt inn í þennan heim. Það má alveg búast við því að ef varsla á neysluskömmtum verði refsilaus þá muni neytendum fjölga. Bannreglan í lögunum virkar þannig á fólk að það eru mjög margir sem fara að lögum. Og ef eitthvað er bannað þá gerir fólk það ekki,“ sagði hún og bætti við að þetta ætti kannski sérstaklega á við unga fólkið.

„Það mætti búast við að fleiri myndu prófa og reyna sig á allskyns efnum ef það væri í boði. Í frumvarpinu sem við gerðum athugasemdir við þá var enginn greinarmunur gerður á fíkniefnum,“ nefndi hún og bætti við að samkvæmt fyrrnefndu frumvarpi átti að gera alla neysluskammta refsilausa, líka á lyfseðilsskyldum lyfjum.

„Við gerðum alvarlegar athugasemdir við það því lyfseðilsskyld lyf eru mjög varasöm eins og við þekkjum af þessum fjölmörgu dauðsföllum sem hafa orðið á íslandi.“

Kannabis ekki skaðlaust

Aðspurð hvort hægt væri að fikra sig áfram í þessum efnum, til dæmis með lögleiðingu á neysluskömmtum af kannabisefnum sagði Páley:

„Ég ætla ekki að tala fyrir skaðleysi kannabisefna, alls ekki,“ sagði hún og benti á að dæmi væru um að slík neysla hefði slæmar afleiðingar. Kvaðst hún ekki geta farið að meta hvaða efni væru alvarlegri en önnur. Þá sagði hún að lögregla og allir þeir sem vinna náið með fólki sem á í alvarlegum fíkniefnavanda skilji umræðuna um skaðaminnkun. Enginn yrði á móti refsileysi neysluskammta þeirra sem líta á sig sem sjúklinga.

„Þetta er ekki hópurinn sem við erum að eiga við. Við höfum miklu meiri áhyggjur af þessu unga fólki sem er í fikti,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“