fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Sif segist hafa verið beitt ritskoðun hjá RÚV: „Honum þótti óþarfi að fjalla um Framsóknarflokkinn tvær vikur í röð“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. apríl 2023 10:00

Sif Sigmarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við Íslendingar teljum okkur gjarnan fremsta meðal jafningja. Á sviði fjölmiðlafrelsis stöndum við hins vegar langt að baki öðrum Norðurlandaþjóðum,“ segir Sif Sigmarsdóttir í pistli sínum í nýjasta tölublaði Heimildarinnar sem kom út í dag.

Þar segir Sif frá ritskoðun sem hún var beitt af þáverandi yfirmanni sínum á Ríkisútvarpinu. Þetta var árið 2014, að sögn Sifjar, og var hún stödd heima hjá sér á náttfötunum í sófanum þegar farsíminn klingdi með skilaboðum.

„Þau eru frá þáverandi yfirmanni mínum á Ríkisútvarpinu. Svo virðist sem vikulegur stjórnmálapistill minn í dægurmálaþætti á Rás 2 hafi valdið titringi. Pistillinn fjallaði um andstöðu Framsóknarflokksins við byggingu mosku í Reykjavík. Dagskrárstjóri Rásar 2 óskar þess að pistlar mínir verði bornir undir hann persónulega áður en þeir heyrist á öldum ljósvakans.“

Sif segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hún fékk slíka beiðni, þrátt fyrir viðhorfsgreinar í hina ýmsu fjölmiðla í næstum áratug. Seinþreytt til vandræða kveðst hún hafa afhent dagskrárstjóranum næsta pistil til eftirlits.

„Að vanda fjallar pistillinn um hitamál vikunnar sem að þessu sinni eru enn frekari skakkaföll Framsóknarflokksins,“ segir Sif og rifjar upp að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við embætti forsætisráðherra ári fyrr hafi eitt af hans fyrstu verkum verið að barma sér undan gagnrýni fjölmiðla sem hann kallaði loftárásir.

„Aldrei nokkurn tímann hafði mér dottið í hug að kona, sem sæti á náttfötunum fyrir framan sjónvarpið eins oft og hún kæmist upp með, sæist sem flugskeyti á radar forsætisráðherrans og flokks hans. Dagskrárstjórinn kvað upp dóm sinn. Mér var tjáð að hann væri „engin ritskoðunartýpa“. Engu að síður vildi hann nýjan pistil um annað efni. Honum þótti óþarfi að fjalla um Framsóknarflokkinn tvær vikur í röð.“

Í pistli sínum fer Sif um víðan völl og segir að ritskoðun eigi sér ýmsar birtingarmyndir. Hún rifjar upp orð breska rithöfundarins Hanif Kureishi sem lýsir furðu yfir því að við skulum nú aftur þurfa að berjast fyrir mörgu því frelsi sem okkur hefur áskotnast síðustu áratugi. „Á alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis mættum við kannski fleiri furða okkur á hinu sama,“ segir Sif en dagurinn er haldinn 3. maí ár hvert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi