Það eru miklar líkur á að Kieran Tierney yfirgefi Arsenal í sumar. Samkvæmt Footbal Insider gæti hann gengið til liðs við Manchester City.
Tierney gekk í raðir Arsenal 2019 frá skoska stórliðinu Celtic og var framan af lykilmaður hjá félaginu. Oleksandr Zinchenko er hins vegar fyrsti vinsti bakvörður Arsenal en Tierney vill vera í stærra hlutverki.
Sjálfur er Tierney sagður til í að fara frá Arsenal og því aðeins spurning um það hvert hann fer.
City hefur áhuga. Liðið keppir við Arsenal um Englandsmeistaratitilinn á þessari leiktíð. Svo virðist sem ríkjandi meistararnir í City ætli að hafa betur eftir 4-1 sigur á Arsenal í vikunni.
Þá hefur Newcastle einnig áhuga á Tierney. Það eru fínar líkur á að félagið geti boðið skoska bakverðinum upp á Meistaradeildarfótbolta eftir frábært tímabil.