fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Manchester United tapaði niður forystunni í London – Southampton að kveðja úrvalsdeildina

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 21:06

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru fram þrír leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þar á meðal stórleikur Tottenham og Manchester United.

Man Utd byrjaði leikinn virkilega vel í kvöld á heimavelli Tottenham og leiddi 2-0 er flautað var til hálfleiks.

Jadon Sancho opnaði markareikninginn strax á sjöundu mínútu og undir lok hálfleiksins bætti Marcus Rashford við öðru marki.

Tottenham spilaði þó mun betur í seinni hálfleik og náði að skora tvö mörk til að jafna metin í 2-2.

Bakvörðurinn Pedro Porro skoraði fyrra markið snemma í seinni hálfleiknum og Heung Min Son gerði það seinna er 11 mínúitur voru eftir.

Stigið gerir ekki mikið fyrir Tottenham sem er sex stigum frá Man Utd sem er í Meistaradeildarsæti og á tvo leiki til góða.

Fyrr í kvöld var Newcastle í miklu stuði gegn Everton og skoraði fjögur mörk á Goodison Park í öruggum 4-1 sigri.

Newcastle er í þriðja sæti deildarinnar og er á leið í Meistaradeildina en Everton er tveimur stigum frá öruggu sæti og á í mikilli hættu á að falla.

Southampton virðist vera búið að segja sitt síðasta í deildinni eftir 1-0 tap heima gegn Bournemouth.

Southampton er sex stigum frá öruggu sæti eftir 33 leiki og virðist vera að kveðja úrvalsdeildina í bili.

Tottenham 2 – 2 Manchester United
0-1 Jadon Sancho(‘7)
0-2 Marcus Rashford(’44)
1-2 Pedro Porro(’56)
2-2 Heung Min Son(’79)

Everton 1 – 4 Newcastle
0-1 Callum Wilson(’27)
0-2 Joelinton(’72)
0-3 Callum Wilson(’76)
1-3 Dwight McNeil(’80)
1-4 Jacob Murphy(’81)

Southampton 0 – 1 Bournemouth
0-1 Marcus Tavernier(’50)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Í gær

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing