David Beckham er í heimsókn í París. Þar heimsótti hann til að mynda sína fyrrum félaga í Paris Saint-Germain.
PSG var eitt af þeim liðum sem knattspyrnugoðsögnin lék með á ferlinum. Það var jafnframt það síðasta.
Beckham er í dag eigandi Inter Miami í MLS-deildinni vestan hafs.
Á æfingu PSG hitti Beckham að sjálfsögðu Lionel Messi.
Messi hefur lengi verið orðaður við Inter Miami. Það er spurning hvort heimsókn Beckham hafi einhver áhrif.
Það hafa einnig verið fréttir á kreiki um það að Messi sé að snúa aftur til Barcelona, þaðan sem hann fór til PSG fyrir um tveimur árum síðan.
Samningur Messi í París er að renna út og ljóst að hann þarf að skrifa undir einhvers staðar á næstunni.