Napoli er búið að ákveða hver á að verða arftaki Victor Osimen, fari hann frá félaginu í sumar.
Nígerski framherjinn hefur átt ótrúlegt tímabil með Napoli, sem er við það að vinna ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1990. Hann hefur skorað 21 mörk og er markahæstur í Serie A.
Hefur árangur Osimhen vakið athygli stærstu félaga Evrópu og er ekki ólíklegt að hann fari í sumar. Manchester United, Chelsea, Bayern Munchen og Paris Saint-Germain fylgjast öll með gangi mála hjá leikmanninum.
The Sun segir að Napoli ætli sér að krækja í Tammy Abraham ef Osimhen fer annað í sumar.
Abraham er á mála hjá Roma, þar sem hann raðaði inn mörkum á síðustu leiktíð. Á þessari leiktíð hefur enski framherjinn gert sjö mörk undir stjórn Jose Mourinho í ítölsku höfuðborginni.
Napoli gæti þó fengið samkeppni um Abraham því Aston Villa hefur einnig áhuga.
Kappinn tengist enska félaginu því hann var þar á láni frá Chelsea tímabilið 2018-2019.