Síamstvíburarnir Lupita og Carmen Andrare hafa opnað sig um kynlíf sitt. Þær fæddust í Mexíkó en ólust upp í Bandaríkjunum. Þar eru samvaxnar á búknum og deila æxlunarfærum og fótum, en hvor um sig stjórnar einum fæti.
„Þetta er ekki alltaf regnbogi og sólskin,“ sagði Carmen í samtali við Today.com. „Við förum í bíó og á tónleika og deilum einu sæti og við ferðumst með flugvélum.“
Þær segjast aldrei hafa íhugað að fara í skurðaðgerð til að aðskilja þær þar sem slíkt gæti sett líf þeirra í hættu. Þegar þær voru ungar nutu þær aðstoðar sjúkraþjálfara til að læra að setjast upp og nota fæturna sínar. Þær voru fjögurra ára þegar þær tóku sín fyrstu skref.
View this post on Instagram
Margir gætu velt fyrir sér hvernig ástarlífið þeirra virkar. Systurnar eru nokkuð ólíkar hvað varðar áhuga ástinni. Carmen á kærasta sem heitir Daniel en Lupita er eykynhneigð.
„Ég hef aldrei reynt að fela þá staðreynd að ég er síamstvíburi, sem þýddi að ég fékk mikið af skilaboðum frá gaurum með blæti,“ sagði Carmen. Hún kynntist einmitt kærastanum sínum á netinu, á stefnumótaforritinu Hinge í október árið 2020. Hún segir að Daniel hafi borið höfuð og herðar yfir aðra því hann hafi ekki spurt hana út í það að vera síamstvíburi þegar samtal þeirra hófst. En þá vék talinu að kynlífinu. Carmen segir að hún og Daniel stundi ekki kynlíf. Samband þeirra minni frekar á náinn vinskap. Þau hafa þó rætt að trúlofa sig í framtíðinni en vilja þó prófa að búa saman fyrst.
„Ég og Daniel elskum börn en við viljum ekki okkar eigin. Mér finnst gaman að vera hundamamma. Lupita og ég getum ekki orðið óléttar, við erum með endómetríósu og við erum líka á hormónalyfjum sem koma í veg fyrir blæðingar.“
Rétt er að taka það fram að Carmen er á föstu með Daniel. Það er Lupita hins vegar ekki. En henni semur þó vel við kærasta systur sinnar. „Þetta er smá fyndið því ég vaki oftast lengur en Lupita, en þegar Daniel gistir, þá sofna ég strax – en hann er þá vakandi og spjallar við hana,“ segir Carmen.
View this post on Instagram
Hún segist stundum fá samviskubit yfir því að eyða of miklum tíma með kærastanum en reynir þó að finna góðan milliveg, svo sem með því að leyfa Lupitu að velja hvar þau borða eða hvað þau gera.
Báðar systurnar vilja vinna með dýrum, þá helst á dýralæknastofu. Lupitu dreymir þó einnig um að skrifa grínþætti. Þær segjast hafa svipaðan smekk á fötum og hafi nágranni þeirra tekið að sér að sauma föt á þær þegar þær voru mjög ungar og svo haldið því áfram. Þær reyna þó að hafa sinn eigin persónulega stíl, sem dæmi um það mætti nefna að Carmen hefur fengið sér hring í nefið, en ekki Lupita.
Þær segjast einnig finna fyrir tilfinningum hvor annarrar. „Ég finn þegar Carmen er kvíðin eða við það að gráta,“ segir Lupita. „Út af þessari tilfinningu í maganum.“
Þær segjast aldrei fá leið hvor á annarri, enda þekki þær ekkert annað en að vera saman öllum stundum og sakni því ekki einverunnar sem þær hafa aldrei kynnst.