fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Rússar sagðir reyna að þvinga íbúana – Hóta brottflutningi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. apríl 2023 18:00

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leppstjórnir þær sem rússnesk stjórnvöld hafa sett yfir hernumdu svæðin í Úkraínu reyna enn að „Rússlandsvæða“ þessi svæði. Ein af aðferðum þeirra snýst um vegabréf.

Þetta segir í nýlegu stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins. Segir ráðuneytið að hernámsyfirvöld neyði næstum örugglega íbúana til að sætta sig við að þurfa að fá rússneskt vegabréf.

„Íbúar í Kherson hafa verið varaðir við að ef þeir hafa ekki tekið við rússnesku vegabréfi fyrir 1. júní 2023 verði þeir „fluttir á brott og fasteignir þeirra gerðar upptækar“, segir í stöðumati ráðuneytisins.

Segir ráðuneytið það vera mat sitt að þetta sé hluti af tilraunum Rússa til að „hraða aðlögun“ hernumdu svæðanna og séu vegabréf meðal þeirra verkfæra sem þeir nota. Það hafi þeir gert í Donetsk og Luhansk áður en þeir réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022.

„Rússar vilja líklega hraða aðlögun hernumdu svæðanna í Úkraínu að skrifræði Rússneska sambandsríkisins til að reyna að láta líta út fyrir að innrásin sé vel heppnuð, sérstaklega í aðdraganda forsetakosninganna 2024,“ segir í stöðumatinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi