fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Bandaríkjamenn rannsaka fljúgandi furðuhluti – „Vísbendingarnar vekja áhyggjur mínar“

Pressan
Föstudaginn 28. apríl 2023 04:11

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri tilkynningar berast um dularfull og óþekkjanleg flugför víða um heim. Bandaríkjaher rannsakar þessi mál en enn sem komið er hafa engar sannanir fundist fyrir að hér séu vitsmunaverur frá öðrum plánetum að verki.

Þetta sagði Sean Kirkpatrick, forstjóri AARO-skrifstofu Bandaríkjahers, í síðustu viku þegar hann kom fyrir þingnefnd. AARO-skrifstofan er í daglegu tali nefnd „Fljúgandi furðuhluta skrifstofan“.

Kirkpatrick sagði að starfsfólk AARO hafi ekki fundið sannfærandi sannanir fyrir því að vitsmunaverur frá öðrum plánetum séu hér að verki né sannanir um að hér sé um tækni eða hluti sem brjóta gegn eðlisfræðilegum lögmálum. Politico skýrir frá þessu.

Hann sagði að nú væri verið að rannsaka um 650 tilkynningar um fljúgandi furðuhluti en aðeins verði kafað djúpt ofan í um helming þessara tilkynninga. Hann sagði einnig að aðeins örlítið prósenta tilkynninga af þessu tagi falli undir það sem segja megi óeðlilegt.

Kirkpatrick sagði að flestar þær tilkynningar sem berast til AARO séu vegna blaðra, rusls, náttúrulegra fyrirbæra eða annarra auðskýranlegra þátta.

Hann var spurður hvort rekja megi eitthvað af þessum málum til rússneskrar eða kínverskrar tækni í ljósi þess að kínverskir njósnaloftbelgir voru skotnir niður yfir Bandaríkjunum fyrr á árinu.

Hann sagði að engar sannanir hafi komið fram fyrir slíku. „Er tækni til staðar sem er hægt að nota til að njósna um okkur eða á vopnasviðinu? Örugglega. Hef ég sannanir fyrir að þau (erlend ríki, innsk. blaðamanns) séu að verki í þessum tilfellum? Nei, en vísbendingarnar vekja áhyggjur mínar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi