fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Íslandsvinur sagður á flótta með kærustunni

Fókus
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 15:37

Bam Margera

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn uppátækjasami Bam Margera, sem margir þekkja úr hjólabretta heiminum eða fyrir uppátækin úr þáttunum og kvikmyndunum Jackass, virðist enn og aftur vera kominn í vandræði. Bróðir hans, Jess, greinir frá því á twitter að Bam sé alveg farir yfir um og sé nú á flótta undan lögreglunni.

Handtökuskipun var nýlega gefin út á hendur Bam eftir að bræðrunum lenti saman, en Bam er grunaður um líkamsárás. Bam lét sig hverfa áður en lögreglan gæti fundið hann og segir bróðir hans að hann sé nú á flótta ásamt kærustu sinni og 8 ára syni hennar.

Jess segir að Bam sé illa haldinn. Hann sjái ofsjónir og öskri á ímyndað fólk. „Þetta er mjög ógnvekjandi og hryggilegt,“ sagði Jess og spurði hann svo fylgjendur sínar hvort lögreglan gæti rakið símanúmer fólks, sem bendir til að Jess hafi ekki hugmynd um hvar bróðir hans er staddur. Segist Jess einkum hafa áhyggjur að litla drengnum sem sé með Bam á flóttanum. „Ég get ekki ímyndað mér aðstæðurnar í þessari bifreið núna.“

Jess segir að fíkniefnaneysla Bam sé farin úr böndunum. Lýsti hann því svo að Bam hefði ráðist á hann á meðan hann var að hella sér upp á kaffi og hafi öskrað eitthvað um að drepa föður þeirra.

„Ég veit ekki einu sinni yfir hverju hann var reiður. Þetta er algjörlega einhliða bræðsluslys.“

Bam vakti athygli hér á landi árið 2015 þegar honum lenti saman við rapparann Gísla Pálma á Secret–Solstice tónlistarhátíðinni. Gekk myndband af átökunum um netheima og vakti mikla athygli.

PageSix greindi frá.

Uppfært: PageSix greinir nú frá því að Bam hafi gefið sig fram við lögreglu. Hann var ekki hnepptur í varðhald en mun þurfa að greiað 50 þúsund dollara í tryggingu. Hann er þegar kominn með verjanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“