fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Grunuð um að hafa myrt tólf vini sína

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Bangkok, höfuðborg Taílands, hefur handtekið konu, Sararat Rangsiwuthaporn, vegna gruns um að hafa orðið tólf vinum sínum að bana.

Eðli málsins samkvæmt hefur málið vakið gríðarlega athygli í Taílandi en það voru aðstandendur eins meints fórnarlambs, vinkonu Sararat, sem höfðu samband við lögreglu eftir að þá fór að gruna að dauða hennar hefði ekki borið að með eðlilegum hætti.

Voru þær í ferðalagi þegar vinkonan veiktist hastarlega og lést í kjölfarið.

Nú hefur lögregla opinberað að Sararat sé grunuð um ellefu morð til viðbótar, þar á meðal á fyrrverandi kærasta sínum. Sjálf hefur Sararat neitað sök en hún hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna málsins.

Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu og segir að Sararat og vinkona hennar hefðu ferðast til Ratchaburi-héraðs vestur af Bangkok til að taka þátt í einhvers konar trúarathöfn. Þar veiktist vinkonan og lést.

Krufning leiddi í ljós að leifar af sýnaíð fundust á líkama hennar og leikur grunur á að Sararat hafi eitrað fyrir henni.

Önnur meint fórnarlömb hennar eru sögð hafa látist með sambærilegum hætti, en í öllum tilvikum er talið að um kunningja og vini hafi verið að ræða. Telur lögregla að Sararat hafi fyrst látið til skarar skríða árið 2020 og líklega hafi hún verið að sækjast eftir peningum, skartgripum og öðrum verðmætum í eigu fórnarlamba sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni