Sameiginleg ábyrgð á heimilishaldi og heimilisstörfum, þriðja vaktin, orð sem pör í sambúð þekkja vel. Lynalice Bandy deildi myndbandi á TikTok þar sem sýndi ástandið á heimili sínu eftir að hún hafi unnið tíu tíma vaktir sex daga í röð á meðan maðurinn hennar lá í leti heima fyrir. Sjöunda dag vikunnar hvíldist Bandy ekki heldur var veik og því frá vinnu.
Eins og sjá má er heimilið á hvolfi, og öll herbergi yfirfull af leikföngum, mat og þvotti hér og þar og alls staðar, og sýnir myndband Bandy glögglega að allir heimilismenn þurfa að bera jafna ábyrgð á heimilinu og heimilisstörfum.
@5kids5catssomedogstoo #divorce #parentingfail #messyhouse #whenwomen #depressionanxiety #clean #satifying ♬ SUN GOES DOWN – Andreas Roehrig
„Þegar var sumarfrí í skólanum þá sagðist maðurinn minn ekki geta gert heimilisstörfin af því hann gæti ekki hugsað um börnin á sama tíma,“ segir Bandy. „Þegar skólinn byrjaði aftur þá gat hann ekki notað þá afsökun lengur, en samt kem ég heim úr vinnu hvern einasta dag og það er alltaf eitthvað kaós í gangi af því hann sinnir ekki neinu. Sjampó á gólfinu í herbergi dætranna, naglalakk yfir allt teppið, hann missti stjórn á skapi sínu og eyðilagði matardall hundanna. Það eina sem hann hefur áhuga á að sinna eru bílarnir fjórir sem fylla innkeyrsluna og hann er stöðugt að vinna í. Hann hefur meira að segja komið með bílaparta inn í borðstofu og olía farið um allt. Þá sagðist hann hafa þurft að gera það af því hann þurfti að fylgjast með börnunum á sama tíma.“
Með fimm börn á heimilinu, fimm ketti og nokkra hunda er ljóst að það þarf góða stjórn og gott skipulag til að heimilið líti vel út. Gjörsamlega buguð og búin á því tók Bandy loks þá ákvörðun að skilja við manninn.
Myndbandið varð fljótlega viral og hafa þúsundir kvenna stutt ákvörðun hennar, meðal annars ein sem skrifaði athugasemd við myndbandið og sagði: „Það er ekkert meira þreytandi enn maki sem er bara enn eitt barnið.“