fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Jerry Springer er látinn

Fókus
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. TMZ greinir frá andláti hans.

Springer stýrði hinum geysivinsæla en jafnframt umdeilda þætti The Jerry Springer Show í um 27 ár. Þar voru gestir meðal annars leiddir saman til að útkljá hin ýmsu deilumál sem enduðu oftar en ekki með slagsmálum.

Talsmaður Springer-fjölskyldunnar segir að Jerry hafi greinst með krabbamein fyrir nokkrum mánuðum en heilsa hans hafi farið hratt versnandi síðustu vikur. Hann lést á heimili sínu á Chicago-svæðinu.

Áður en Springer sló í gegn í sjónvarpi reyndi hann meðal annars fyrir sér í stjórnmálum. Hann falaðist eftir því að komast á þing árið 1970 en hafði ekki erindi sem erfiði.

Árið 1991 hóf þáttur hans göngu sína og var hann sýndur í 27 ár, eða til ársins 2018 að hann ákvað að setjast í helgan stein.

Til að byrja með fjallaði þátturinn um pólitík en til að trekkja yngri aðdáendur að var honum breytt og lét árangurinn ekki á sér standa. Var þátturinn svo vinsæll um tíma að hann sló spjallþætti Opruh Winfrey við í sumum borgum Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram