Lionel Messi leikmaður PSG er samkvæmt fréttum mjög nálægt því að ganga frá samkomulagi við Barcelona um endurkomu.
Messi yfirgaf Barcelona grátandi fyrir tveimur árum og fór til PSG. Messi vildi alls ekki fara.
Börsungar gátu hins vegar ekki samið við Messi vegna vandræði með fjármálin.
Nú þegar samningur Messi við PSG er á enda er hann að íhuga alvarlega endurkomu í Katalóníu, þar leið honum vel.
Fjölskylda Messi vill helst búa í Barcelona og því er endukoma þangað ansi líkleg en enskir og spænskir miðlar segja frá þessu í dag.