fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Guðmundur Felix gæti misst hendurnar eftir gífurlegt bakslag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 13:34

Guðmundur Felix Grétarson Mynd: Brynjar Snær Þrastarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Felix Grétarsson, handhafi, hefur fengið bakslag eftir handa-ígræðsluna sem hann gekkst undir fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Líkami hans er mögulega byrjaður að hafna handleggjunum og á hann nú á hættu að missa þá.

Guðmundur Felix greindi frá þessu á Facebokk.

„Fyrir um tveimur, þremur vikum síðan fór ég að bólgna upp í kringum neglurnar. Þetta var mikil bólga. Síðan fóru neglurnar mínar eiginlega að falla af og þetta leit ekki vel út og við ákváðum að taka vefjasýni.“

Hann hafi því fengið sterasprautur undir neglurnar í von um að það myndi bæta stöðuna.

„Síðan um helgina fór ég að sjá rauða bletti á höndunum og fyrst hafði ég ekki það miklar áhyggjur en síðan á mánudag og þriðjudag varð þetta meira og dreifðara svo í gærmorgun sendi ég teyminu mínu myndir af höndunum og kemur í ljós að ég er heiftarlega að hafna handleggjunum. Sem ég hef gengið í gegnum áður og er eðlilegt á fyrstu vikunum eftir ígræðsluna, en ekki eftir alveg tvö ár.“

Því sé um að ræða töluvert bakslag og gæti farið svo að hann missi hendurnar. Hann er sem stendur á sjúkrahúsi þar sem hann er að gangast undir ónæmisbælandi meðferð. Vonandi gengur sú meðferð upp, en ef ekki þá er hægt að prófa annað ónæmisbælandi lyf. Guðmundur vonar það besta.

„Ég er vongóður að þetta gangi upp og ég komist aftur á sporið en ég hugsaði að þar sem ég hef verið að deila hérna um ferlið frá aðgerðinni og stundum eru fréttirnar slæmar, eins og nú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks