fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Voru þolendur umfangsmikilla svika – „Við vorum frægir, ekki ríkir“

Fókus
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Lance Bass gerði garðinn frægan í strákabandinu NSYNC sem skaut stórstirninu Justin Timberlake rækilega upp á stjörnuhimininn um aldamótin, þó svo aðrir hljómsveitarmeðlimir eins og Lance hafi ekki látið eins mikið fyrir sér fara síðan hljómsveitin lagði upp laupana árið 2002. Þeir hafa þó einstaka sinnum komið saman aftur á tyllidögum.

Lance hefur þó afhjúpað, að þó minna hafi farið fyrir honum undanfarna áratugi, að hann hafi byrjað að þéna meira eftir að hljómsveitin hætti.

Allir héldu að þeir væru ríkir

„Það versta er að fólk hélt að við værum ríkir, því við vorum það ekki,“ sagði Lance í The Jess Cagle Show. „Við vorum frægir, en við vorum ekki ríkir. Ég þénaði mun meira eftir NSYNC heldur en ég gerði á meðan NSYNC var starfandi.“

Lance, sem er 43 ára í dag og telst því varla sem strákur lengur, sagði að fjármál sveitarinnar hafi ekki endurspeglað velgengni þeirra. Fyrrum umboðsmaður þeirra, Lou Pearlman, hafi nefnilega dregið að sér nánast alla peningana.

Það var Lou sem kom strákunum saman og bjó hljómsveitina til. Hann stóð fyrir einum stærsta Ponzi-leik (e. Ponzi scheme) í sögu Bandaríkjanna. Fjöldi strákabanda lögsóttu Lou síðar, þeirra á meðal Backstreet Boys, sem væntanlegir eru til landsins. Lou var svo sakfelldur fyrir fjársvik árið 2008.

„Hann tók í rauninni allt sem við áttum….. hræðilegir hræðilegir samningar,“ sagði Lance um Lou, sem lést á bak við lás og slá árið 2016 eftir að hafa verið dæmdur í 25 ára fangelsi. Lance segist þó hugsa um árin sín í NSYNC með hlýju og þar hafi hann öðlast mikið af sínum dýrmætustu minningum.

„Klárlega breytti þetta lífi mínu og leiddi til svo margs sem mig langaði að gera í lífinu. Þetta eru ótrúlegir ótrúlegir strákar,“ sagði Lance og tók fram að strákarnir í sveitinni hafi verið duglegir að styðja hver við annan. „Ég er þakklátur fyrir að vera í bandinu því ég hafði þarna fjóra bræður mína með sem héldu mér jarðtengdum. Ef þú sagðir eitthvað galið þá slóu þeir mann niður og sögðu – Hvað sagðir þú? En ef þú ert einn að koma fram þá segja allir bara já, já og maður er sjálfur yfirmaðurinn. Þannig er það. En í sveitinni þá höfðum við gott fjölskyldu umhverfi og okkur var haldið niðri á jörðinni.“

Hefur gert ýmislegt frá því að strákabandið hætti

Lance Bass hefur meðal annars starfað við raunveruleikaþættina Bachelor in Paradise, þar sem keppendur í Bachelor-þáttunum sem ekki tókst að heilla piparsveininn eða piparjónkuna fá annað tækifæri. Þeim er komið fyrir á sólarströnd þar sem þeir geta spókað sig um á sundfötunum og reynt við keppendur af gagnstæðu kyni. Svo að sjálfsögðu að amerískum raunveruleikaþátta sið er farið á skeljarnar örfáum vikum síðar, því ástin vinnur greinilega hraðar í sólinni.

Lance er eins með sitt eigið hlaðvarp sem heitir Frosted Tips. Hann hefur einnig reynt fyrir sér sem leikari og lék í dramaþáttunum 7th Heaven. Hann hefur einnig starfrækt sitt eigið framleiðslufyrirtæki og verið keppandi í Dancing with the Stars.

Þegar Lance varð fyrst frægur veltu margir vöngum yfir kynhneigð hans. Það var svo í forsíðuviðtali árið 2006 sem Lance kom út úr skápnum. Það gekk þó nægilega vel upp því hann fékk yfir sig mikla gagnrýni úr röðum hinsegin samfélagsins fyrir að hafa lýst sjálfum sér sem homma sem virðist gagnkynhneigður út á við. Vísaði Lance til þess að hann væri bara „venjulegur gaur“ sem horfði á íþróttir og því um líkt. Hinsegin samfélagið taldi að þarna væri hann að ýta undir skaðlegar staðalmyndir um kvenlega homma. Lance baðst síðar afsökunar. Hann er í dag giftur listamanninum og leikaranum Michael Turchin, en sýnt var frá brúðkaupinu í sérstökum sjónvarpsþætti – Lance elskar Michael: Brúðkaup Lance Bass, en þar með urðu þeir fyrsta samkynhneigða parið til að gifta sig í kapalsjónvarpi. Þeir eiga í dag tvö börn saman.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart