fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Erna ráðin markaðsstjóri Terra umhverfisþjónustu

Eyjan
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 10:32

Erna Björk Häsler

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Björk Häsler hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Terra umhverfisþjónustu og hefur þegar hafið störf.

Erna er með B.Sc. próf í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og stjórnun frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla. Hún hefur víðtæka og margra ára reynslu af markaðsmálum. Hún var síðast viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Sahara og starfaði þar áður sem verkefnastjóri í markaðsdeild hjá Vodafone/Sýn og Hive.

„Ég er mjög þakklát fyrir að fá tækifæri til að vinna að umhverfismálum. Aukin vitundarvakning við að koma úrgangi í réttan farveg með endurvinnslu og endurnýtingu gerir það að verkum að það eru mjög spennandi tímar framundan hjá Terra umhverfisþjónustu. Fyrirtækið er á frábærri vegferð og eru tækifærin ansi mörg til að gera enn betur. Ég hlakka til að taka þátt í því spennandi og öfluga starfi sem framundan er,“ segir Erna.

„Við hjá Terra umhverfisþjónustu erum mjög þakklát að fá Ernu Björk í lið með okkur. Hún kemur með mikinn kraft, reynslu og hæfni inn í markaðsmálin okkar,“ segir Guðmundur Páll Gíslason, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast