fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Áhættusamar fegrunaraðgerðir – „Ég vona auðvitað að ég muni ekki reka nagla í eigin líkkistu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 09:59

Viktor Andersen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegrunaraðgerðir eru ekki áhættulausar og dæmi eru um að upp komi alvarlegir fylgikvillar  sem geta stundum reynst banvænir. Viktor Andersen, hjúkrunarfræðingur og aðdáandi slíkra aðgerða, segist meðvitaður um áhættuna og kvíða henn stundum sjálfur.

Fyrr í vikunni var greint frá sviplegu andláti bandarísku OnlyFans-stjörnunnar Christina Ashten Gourkani lést af völdum hjartaáfalls eftir fegrunaraðgerð, aðeins 34 ára gömul.

Kvíðinn fyrir aðgerð

Hjúkrunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Viktor Andersen hefur alla tíð verið ófeiminn að ræða opinskátt um þær fegrunaraðgerðir sem hann hefur undirgengst. Hann hefur meðal annars látið fylla í varir sínar og kinnar sem og látið sprauta bótox í enni sitt og undir augun.

„Ótrúlega fyndið að þú skyldir hafa samband á þessum tímapunkti því ég var á leiðinni í aðgerð núna í maí sem ég er búinn að fresta því ég er svo kvíðinn fyrir henni,“ segir Viktor.

„Reyndar er þetta endurbyggjandi aðgerð (e. reconstructive surgery), ekki fegrunaraðgerð að þessu sinni og ætla að bíða með hana þar til eftir sumarið. En annars er ég alltaf spenntur fyrir þessu. Ég er með plan í gangi varðandi næstu skref  og ég get ekki beðið,“ segir Viktor, sem ætlar að halda planinu leyndu um sinn.

Gerir sér grein fyrir áhættunni

„Ég sem hjúkrunarfræðingur geri mér auðvitað grein fyrir þeirri áhættu sem þessu fylgir slíkum aðgerðum en maður verður líka að reyna sjálfur að minnka hana sem mest með því að undirbúa sig vel áður en maður leggst undir hnífinn,“ segir Viktor.

„Maður verður að fara í mikla rannsóknarleit áður en maður velur lækninn og aðgerðina. Ég er núna undanfarið búinn að skipta út þremur lýtalæknum því við höfum ekki verið sammála um aðgerðirnar. En ég vona auðvitað að ég muni ekki reka nagla í eigin líkkistu.“

Svo eru sumar aðgerðir áhættusamari en aðrar. „Eins og til dæmis brazilian butt lift. Ég mun líklegast aldrei fara í þannig aðgerð, dánartíðnin er hæst þar af öllum fegrunaraðgerðum og finnst mér það ekki áhættunnar virði,“ segir hann.

Endurbyggja varirnar

Næsta aðgerð á dagskrá hjá Viktori er endurbyggjandi aðgerð á vörum.

„Þetta er engin meiriháttar aðgerð en snýr samt að mikilvægasta hluta andlitsins. Ég er að fara að láta móta þær upp á nýtt og það verður gerður skurður til að taka út varanleg fyllingarefnin og svo þarf ég að láta fylla í þær upp á nýtt. Það er að segja ef ég hef mig í þetta loksins,“ segir hann.

Mikilvægt að undirbúa sig vel

Aðspurður hvernig sé best að undirbúa sig fyrir fegrunaraðgerð gefur Viktor nokkur ráð.

„Maður undirbýr sig vel með því að kynna sér lækninn vel, athugasemdir um hann á samfélagsmiðlum og annars staðar á netinu, hver reynslan hans er, hvaða aðgerðir þessi læknir hefur sérhæft sig í, hvernig aestík gerir hann og hentar það þér. Svo þarf maður að undirbúa sjálfan sig vel fram í tímann með því að stunda reglulega hreyfingu, borða fjölbreytta og holla fæðu svo líkaminn getur endurbyggt sig með réttum hætti eftir aðgerðirnar svo hann jafni sig rétt, fara í blóðprufur til að skoða hvort allt sé ekki eins og á að vera. Maður þarf því að hugsa vel um sig svo aðgerðirnar heppnast sem best og minnkar hættuna á fylgikvillum,“ segir hann og bætir við:

„Að leita að lýtalækni sem hentar sjálfum sér er eins og að leita að nál í heystakki. Það hefur tekið mig nokkrar tilraunir og mörg ár að ákveða loksins hvaða lækni ég ætla að leita til með einhverjar ákveðnar aðgerðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram