fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Ítarlegt úttekt: Valur borgar hæstu launin á Íslandi – Í heild er launakostnaður á Íslandi 3,5 milljarður

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 09:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur er það félag sem borgar hæstu launin í íslenskum fótbolta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins en hún fjallar um skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál félaga á Íslandi.

Skýrslan verður kynnt formlega síðdegis í dag en Viðskiptablaðið hefur fengið hana í hendurnar.

Í frétt Viðskiptablaðsins kemur fram að íslensk knattspyrnufélög hafi á síðasta ári greitt 3,5 milljarð í laun og launatengd gjöld.

Breiðablik borgaði mest í laun eða hálfan milljarð. Af þessum 3,5 milljarði fór 1,7 milljarður í laun meistaraflokka.

Leikmenn Vals í meistaraflokki hafa það best miðað við skýrsluna en félagið greiddi meistaraflokkum sínum 209 milljónir í laun á síðasta ári. Er það 30 milljónu mmeira en Breiðablik borgaði.

Víkingur sem er svo eitt besta lið landsins borgaði 124 milljónir í laun til meistaraflokka og er því langt á eftir Blikum og Val. Víkingar eru í þriðja sæti yfir launagreiðslur til leikmanna.

Sölur til útlanda:

Í skýrslunni kemur svo einnig fram að Íslensk knattspyrnufélög seldu 56 íslenska leikmenn erlendis fyrir samtals 837 milljónir króna á árunum 2019-2022.

Sóknarmenn kostuðu að meðaltali 18 milljónir, miðjumenn 17 milljónir, varnarmenn 12 milljónir og markmenn 2 milljónir en aðeins tveir markmenn voru seldir út á þessum tíma.

„Þessar tölur eru einungis fasta upphæðin sem greidd er fyrir leikmennina. Þarna á eftir að taka inn í myndina allar þær klásúlur um framtíðargreiðslur sem oftast eru í þessum samningum,“ segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ við Viðskiptablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Í gær

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt