Barcelona tapaði óvænt fyrir Rayo Vallecano í La Liga í kvöld.
Alvaro Garcia kom heimamönnum yfir á 19. mínútu og tvöfaldaði hann forystuna snemma í seinni hálfleik.
Robert Lewandowski minnkaði muninn fyrir Börsunga á 83. mínútu en nær komust þeir ekki. 2-1 tap niðurstaðan.
Fyrr í kvöld vann Atletico Madrid sigur á Mallorca. Matija Nastasic, fyrrum leikmaður Manchester City, kom gestunum frá Mallorca yfir á 20. mínútu en skömmu fyrir hálfleik jafnaði Rodrygo de Paul fyrir Atletico.
Alvaro Morata kom heimamönnum svo yfir snemma í seinni hálfleik, áður en Yannick Carrasco innsiglaði 3-1 sigur.
Barcelona er enn á toppi deildarinnar með 11 stiga forskot á Real Madrid og 13 stiga forskot á Atletico.