Breiðablik lánaði í kvöld Eyþór Aron Wöhler til nágranna sinna í HK.
Hinn 21 árs gamli Eyþór kom til Blika frá ÍA fyrir tímabil en það leit ekki út fyrir að hann yrði í stóru hlutverki.
Nú hefur hann verið lánaður í HK, þar sem hann fær án efa að spila mun meira.
Í byrjun síðasta mánðar virtist Eyþór útiloka það á Twitter að hann færi frá Breiðabliki. Þá höfðu verið orðrómar um það.
Hann endurbirti færsluna í kvöld og skrifaði: „Eldist helvíti vel.“
HK er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Bestu deild karla. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru hins vegar aðeins með þrjú stig.
Hér að neðan má sjá færslur Eyþórs.
Eldist helvíti vel https://t.co/00lrtC16c7
— Eyþór Wöhler (@wohlerinn) April 26, 2023