Það var nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Stærsti leikur tímabilsins til þessa fór fram þegar Manchester City vann þægilegan 4-1 sigur á toppliði Arsenal.
Liverpool vann þá West Ham á meðan Chelsea tapaði fyrir Brentford. Nottingham Forest vann svo mikilvægan sigur á Brighton.
Hér að neðan má sjá hvað knattspyrnuáhugafólk hér á landi hafði að segja á Twitter.
Úff þetta er ultimate niðurlæging, Haaland tekur síðustu 2 minuturnar með það slegið og skorar 😂
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) April 26, 2023
Svo vildu menn Holding út úr liðinu?!
— Jói Skúli (@joiskuli10) April 26, 2023
Enska deildin er officaly orðin Bundesligan…
Geggjað.— Reynir Elís* (@Ramboinn) April 26, 2023
Að fylgjast með Trent og Curtis stýra PL miðsvæði eins og foringjar var kannski ekki beint það sem ég bjóst við þegar ég vaknaði í morgun…..en ég þigg það.
— Hrafn Kristjánsson 🇺🇦 (@ravenk72) April 26, 2023
Þetta er svokallaður leikur karlmanna gegn krökkum.
Við eigum að vera 5-0 undir, City eru því miður bara langbesta liðið í deildinni og það mun ekkert stöðva þá uppá topp.
Nema auðvitað að þeir verði rannsakaðir fyrir brask með peninga og felldir um deild, myndi gleðja alla.
— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) April 26, 2023
KDB herre gud. 🔥
— Rikki G (@RikkiGje) April 26, 2023
Þetta er besta City lið sem Pep hefur sett saman.
Síðasta púslið var að læra að elska að verjast án bolta og skora úr hraðaupphlaupum.
Ekkert lið getur unnið þá í þessum ham.
Allt þetta skiptir engu máli því þeir spila í Championship deildinni (eða neðar) á næsta tímabili.
— Andri Ólafsson (@andriolafsson) April 26, 2023
Erling braut Holding
— JS el johann (@Eljohann4) April 26, 2023
Hvernig átti Arteta að lesa það að Pep myndi láta Haaland leggja upp á KDB, en ekki öfugt? Það er alvöru plot twist hjá Pep.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 26, 2023
ég er slakur, eigum fornalsinn inni
— Tómas (@tommisteindors) April 26, 2023
Djöfull eru City ógeðslega góðir. Þessi controled pressa er eins og snákur að drepa bráðina sína
— Einar Guðnason (@EinarGudna) April 26, 2023
Rob Holding reynir allt sem hann getur til að fá á sig 4-9 mörk fyrir hálfleik.
— AronHeimis (@AronHeimis98) April 26, 2023
Þetta er svo mikil þvæla. Sem betur fer verður þessi titill tekinn af City eins og allir hinir.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) April 26, 2023
— Albert Ingason. (@Snjalli) April 26, 2023
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) April 26, 2023
Vona að þessi leikur sé ekki sölusýning fyrir Declan Rice. Myndi ekki skipta á honum og Naby Keita hugsa ég.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) April 26, 2023
Væri gaman að skoða Twitter ef David De Gea hefði hleypt svona marki inni.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) April 26, 2023