Stjarnan tók á móti Þór/KA í Bestu deild kvenna í kvöld.
Um leik í fyrstu umferð deildarinnar var að ræða, en hún hóft í gærkvöldi.
Heimakonum er spáð góðu gengi í sumar en það var hins vegar Sandra María Jessen sem skoraði eina mark leiksins í kvöld eftir tæpan hálftíma leik.
Stjarnan fékk svo sannarlega færin til að jafna en allt kom fyrir ekki.
Gríðarlega sterkur sigur Þórs/KA í fyrsta leik. Akureyringar eru nú með þrjú stig en Stjörnukonur án stiga.