Máni Austmann Hilmarsson er genginn í raðir Fjölnis frá FH.
Máni semur í Grafarvogi út tímabilið 2025, en hann sá ekki fram á að vera í stóru hlutverki í Hafnarfirðinum.
Hinn 24 ára gamli Máni gekk í raðir FH frá Leikni fyrir síðustu leiktíð.
Fjölnir undirbýr sig nú af krafti fyrir tímabilið í Lengjudeildinni.
Máni Austmann gengur til liðs við Fjölni ⚽️✍️
Máni Austmann Hilmarsson hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Fjölnis út tímabilið 2025. Máni sem fæddur er 1998 kemur til okkar frá FH og hefur víðtæka reynslu úr heimi knattspyrnunnar. pic.twitter.com/Ujfdk9cytz
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) April 26, 2023