Patricia Pouncey sem búsett er í Detroit í Bandaríkjunum bíður svara heilbrigðiskerfisins eftir að dóttir hennar, Nikita Washington, lést í desember vegna fylgikvilla keisaraskurðar. Washington var aðeins 35 ára gömul þegar hún lést, en skildi eftir sig 12 börn, sem móðir hennar sér nú um uppeldið á.
„Ég er bara með margar spurningar núna,“ sagði Pouncey við CNN á mánudag. „Ég spyr sjálfa mig allan tímann: „Hvað fór úrskeiðis?“
Í desember dór Washington ein á Harper háskólasjúkrahúsið í Detroit, en eiginmaður hennar afplánar fangelsisvist. Aðfaranótt 22. desember gekkst hún undir keisaraskurð og fæddi heilbrigðan dreng, en daginn eftir var fjölskyldunni tilkynnt að hún væri látin vegna fylgikvilla í kjölfar aðgerðarinnar. Í dánarvottorði stendur að hún hafi látist af völdum „blæðingar eftir fæðingu“ og „fylgikvilla frá mörgum keisaraskurðum“.
„Ég hef ekki talað við neinn frá spítalanum og hef ekki fengið neitt frá þeim. Það eina sem ég á er dánarvottorðið,“ segir móðir hennar. „Ef hún dó vegna eðlilegra orsaka þá vil ég vita það. Ef einn af læknunum gerði mistök, þá vil ég vita það líka.“
Þrátt fyrir að Washington væri ung að árum skilur hún eftir sig 12 börn, á aldrinum þriggja mánaða til 19 ára, og er fjölskyldan eðlilega enn í sorgarferli og að átta sig á nýjum veruleika.
„Ég ætla að berjast fyrir því að halda þeim saman og halda þeim hjá mér,“ segir Pouncey. „Ég er bara föst núna. Ég er með öll 12 börnin hennar núna hjá mér, svo ég verð að fá stærra hús vegna þess að húsið mitt er of lítið.“