fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Hjartaknúsarinn opnar sig upp á gátt – „Allir vita að það er ekkert kynlíf í hjónabandi“

Fókus
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Robbie Williams telur að það sé hreinlega ekkert til sem heitir kynlíf í hjónabandi. Það truflar hann þó ekki neitt og segist hann vera sáttur við sitt hlutskipti.

Söngvarinn opnaði sig um þetta í samtali við The Sun.

„Allir vita að það er ekkert kynlíf eftir að maður giftist sig. Þannig er það bara. Ég var á testósterón hormóninu á tíma, en sökum þess að ég er fíkill, þá varð ég að hætta. Ég fékk þessar svakalega breiðu axlir og fór að líta út eins og dyravörður. Það var ekki rétta útlitið fyrir mig.“

Hann tók þó fram að hormónið hafi haft sínar góðu hliðar.

„En kynlífið sem við áttum á meðan ég var á testósteróninu var engu líkt; það var stanslaust. Við vorum óseðjandi. Það sýnir líka hvað við löðumst í alvörunni mikið hvort að öðru, því þegar ég var á þessu þá gátum við ekki  haldið höndunum frá hvort öðru.“

Þarna vísar Robbie að sjálfsögðu til eiginkonu sinnar, Aydu Field, en þau hafa verið gift í rúman áratug. Söngvarinn sagðist sakna þessa tímabils í lífinu. Nú sé staðan önnur.

„Stundum snýr Ayda sér að mér á sófanum og segir: „Við ættum að stunda kynlíf“ og ég sit þarna að borða mandarínu og yppti bara öxlum. En stundum reynum við samt.“

Ayda bætti við að það sé ekki kynlífið heldur nándin sem skipti máli í hjónabandi, en hún hafði áður opnað sig á síðasta ári um líflaust kynlíf þeirra hjóna. Þau séu þrátt fyrir allt hamingjusöm og í fullri hreinskilni vilja bara frekar horfa á Netflix og kúra.

„Kynlífslaust hjónaband er bara vandamál ef þið eruð ekki á sömu blaðsíðunni; ef ein manneskja er til í tuskið, en hin er það ekki; þá eruð þið með ólíkar væntingar eða þarfir,“ sagði söngvarinn og eiginkona hans sagði að þau væru vissulega á sömu síðunni. Nánd sé ekki það sama og kynlíf og þau eru dugleg að kúra, kela og kjassast hvort í öðru.

Robbie fagnaði nýlega 20 ára edrúafmæli og segist ánægður með lífið sitt í dag. Hann sé búinn að taka sjálfan sig í sátt eftir að hafa lengi glímt við erfiðleika.

Leikarinn opnar sig um baráttuna við fíknina og eins um baráttuna við vigtina í ítarlegu viðtalinu við The Sun sem má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram