fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Oliver búinn að skrifa undir í Eyjum

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 15:35

Oliver Heiðarsson skoraði. Mynd/FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Heiðarsson er búinn að skrifa undir hjá ÍBV. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Það var sagt frá því í gær að Oliver væri við það að ganga í raðir ÍBV frá FH.

Viðræður hafa átt sér stað á milli ÍBV og FH og náðist samkomulag að lokum.

Oliver, sem er fæddur árið 2001, skoraði fimm mörk í 31 leik fyrir FH í deild og bikar á síðustu leiktíð.

Hann getur spilað sem kantmaður og framherji. Kappinn hefur komið við sögu í tveimur leikjum í Bestu deild karla í sumar, báðum sem varamaður. Hann var ónotaður varamaður þegar FH tapaði gegn Fylki í Árbænum í síðustu umferð.

Oliver er sonur Heiðars Helgusonar sem átti afar farsælan feril sem atvinnu og landsliðsmaður í knattspyrnu. Oliver ólst upp á Englandi en lék með Þrótti áður en hann gekk í raðir FH fyrir tímabilið 2021.

ÍBV er með þrjú stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni en liðið vann öflugan sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Í gær

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
433Sport
Í gær

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer