fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hneig niður og lést eftir Lundúnamaraþonið

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 18:00

Steve Shanks var 45 ára og öflugur hlaupari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Shanks, 45 ára Breti, hneig niður og lést þegar hann var á leið heim til sín, örfáum klukkustundum eftir að hafa lokið við Lundúnamaraþonið síðastliðinn sunnudag.

Shanks var öflugur hlaupari sem hafði tekið þátt í mörgum hlaupum í gegnum tíðina.

Til marks um það kom hann í mark á 2 klukkustundum og 53 mínútum um helgina en sá tími hefði til dæmis skilað honum í 9. sætið í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta sumar.

Skipuleggjendur Lundúnamaraþonsins staðfestu andlát Shanks í dag í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér.

Steve var búsettur í Nottingham og var hann á leið heim til sín eftir hlaupið þegar hann hneig skyndilega niður. Hann var úrskurðaður látinn í kjölfarið.

Krufning mun fara fram til að skera úr um dánarorsök.

Eiginkona Steve, Jessica, minntist eiginmanns síns á Facebook og sagði að fjölskyldan væri harmi slegin vegna andlátsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“