Það verður barist upp á líf og dauða á Ethiad vellinum í Manchester kvöld en Arsenal heimsækir þá Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal er með fimm stiga forskot á City á toppi deildarinnar en City á hins vegar tvo leiki til góða. Arsenal þarf því að sækja til sigurs en City gæti sætt sig við jafntefli.
City hefur unnið ellefu leiki í röð gegn Arsenal og hefur því tak á Arsenal.
Enska götublaðið The Sun hefur valið draumalið með leikmönnum liðanna sem er einkar áhugavert. Götublaðið tekur sex úr Arsenal en fimm frá City.
LIðið er hér að neðan.