Hinn sívinsæli tónlistarmaður, Aron Kristinn Jónasson var heldur betur ósáttur með sína menn í KR þegar þeir heimsóttu Víkina á mánudag.
KR-ingar höfðu farið vel af stað í Bestu deildinni en lentu á vegg gegn Bikarmeisturum, Víkings. KR tapaði 0-3 í Víkinni sem gladdi söngvara Club Dub lítið.
„Kom ekki í Víkina til að sjá ykkur tapa 3-0,“ skrifaði Aron Kristinn í færslu á Instagram.
Til að koma skilaboðum sínum á framfæri merkti hann þá Kristján Flóka Finnbogason, Atla Sigurjónsson, Jóhannes Kristinn Bjarnason, Benóný Breka Andrésson, Finn Tómas Pálmason og Ægi Jarl Jónasson í færsluna og skrifa. „Gera betur næst, takk.“
Allt eru þeir leikmenn KR sem tóku þátt í leiknum í Víkinni en KR er með fjögur stig eftir þrjá leiki í Bestu deildinni.