Dregið var í 16 liða úrslit bikarsins nú rétt í þessu en drátturinn fór fram á Laugardalsvelli. 16 liða úrslitin fara fram frá 17 til 19 maí.
Bikarmeistara Víkings fengu nokkuð auðveldan drátt en Grótta heimsækir liðið. Valsarar sem ætla sér stóra hluti í ár fær Grindavík í heimsókn en Helgi Sigurðsson fyrrum aðstoðarþjálfari Vals stýrir Grindavík í ár.
Stjarnan og Keflavík eigast við í áhugaverðu einvígi. Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsækja Þrótt í leik ætti að vera auðveldur fyrir græna liðið úr Kópavogi.
FH nær Njarðvík í heimsókn og HK tekur á móti KA. Drátturinn er í heild hér að neðan
Drátturinn:
Víkingur R. – Grótta
Valur – Grindavík
Stjarnan – Keflavík
Þróttur R. – Breiðablik
FH – Njarðvík
HK – KA
Þór – Leiknir R
Fylkir – KR