fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Vinsælir Netflix-þættir að snúa aftur eftir fjögurra ára hlé?

Fókus
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að Netflix-þættirnir vinsælu Black Mirror snúi aftur á skjáinn fljótlega, fjórum árum eftir að síðasti þátturinn í fimmtu seríu fór í loftið sumarið 2019.

Í júlí í fyrra var tilkynnt að þættirnir myndu snúa aftur en nákvæm tímasetning lá ekki fyrir – og raunar hefur lítið frést af nýju seríunni síðan þá.

Opinber Twitter-reikningur þáttanna hefur verið þögull síðustu ár en í gær birtist fyrsta færslan þar frá árinu 2019. „What have we missed?“ stóð einfaldlega í stuttri færslunni og var það nóg til að vekja upp spennu hjá aðdáendum þáttanna.

Black Mirror-þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi en eins og aðdáendur þekkja er hver þáttur sjálfstæð saga. Taka þættirnir meðal annars á lífi okkar í nútímasamfélagi þar sem þar sem tæknin hefur áhrif á allt sem við gerum.

Netflix eignaðist útgáfuréttinn af þáttunum árið 2015 og hafa aðdáendur jafnan þurft að bíða nokkuð lengi á milli þáttaraða.

Fyrsta þáttaröðin var sýnd 2011, svo 2013, 2016, 2017 og 2019. Sérstakur aukaþáttur var gefinn út í desember 2014 og í desember 2018 kom svo út einskonar gagnvirkur þáttur, eða kvikmynd, þar sem áhorfendur fengu að hafa áhrif á gjörðir aðalsögupersónunnar.

Tiltölulega fáir þættir hafa verið í hverri seríu, eða 3-6 að jafnaði, en í frétt Independent í dag kemur fram að aðdáendur geti vænst þess að enn fleiri þættir verði í sjöttu og nýjustu seríunni sem er vonandi væntanleg fljótlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram