fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Útskýrir hvers vegna hann hefur leikið í svona mörgum lélegum kvikmyndum

Fókus
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage telst sannarlega meðal stórleikara í heiminum, en engu að síður hefur hann einnig tekið að sér hlutverk í myndum sem hafa vægast sagt fengið slæma dóma. Um tíma virtist raunin vera sú að Cage tæki hreinlega að sér hvert einasta hlutverk sem honum bauðst.

Þá má nefna myndirnar Bangkok Dangerous, Trapped In Paradise, Outcast, Arsenal, og 211, en þær myndir náðu ekki einu sinni 10 prósentunum á Rotten Tomatoes. Við það mætti svo bæta myndunum Grand Isle, Deadfall og Left Behind sem fengu þann vafasama heiður að vera með 0% að mati gagnrýnenda.

Átti sér ósköp skiljanlega ástæðu

Cage hefur þó útskýrt hvers vegna hann tók að sér þessi „hræðilegu“ hlutverk. Það átti sér ósköp eðlilega skýringu. Hann var hreinlega búinn að steypa sér í skuldir og þurfti að taka öllum hlutverkum sem honum buðust.

„Ég hafði fjárfest of mikið í fasteignum. Þetta var ekki út af því að ég eyddi 10 þúsund kalli í kolkrabba. Fasteignamarkaðurinn hrundi og ég náði ekki að koma mér undan í tæka tíð. Ég borgaði þetta allt til baka en þettta voru rúmlega 830 milljónir,“ sagði Cage í viðtali við 60 Minutes.

Hann var þá spurður hvort þetta hafi verið myrkur tími í hans lífi og hann jánkaði því. Honum hafi engu að síður tekist að komast hjá persónulegu gjaldþroti með því að taka að sér fullt að hlutverkum og borga skuldir sínar til baka.

„Það er enginn vafi á því að vinnan hefur alltaf verið minn verndarengill. Þetta voru kannski engar verðlaunamyndir en þetta var samt vinna,“ sagði leikarinn og bætti við: „Jafnvel þó að myndir hafi á endanum verið hryllilega lélegar þá vita þeir að ég er ekki að gefa neitt eftir, og að ég tek hlutverkum mínum að alvöru í hvert sinn“.

Þetta telur hann sitt besta hlutverk til þessa

Cage tók fram að margir haldi að einu skiptin þar sem hann geti verið góður leikari sé ef hann fái gott hlutverk þar sem hann geti sýnt af sér þau tilþrif sem hann er hvað þekktastur fyrir og hann kallar sjálfur „Cage Rage“ í viðtalinu. Þetta geti þó ekki verið útkoman í hverri mynd hans.

Hann tók þó fram að það séu tiltekin verkefni sem hann virkilega vill taka að sér og hafi tiltekna sýn fyrir.

Þessar aðstæður Cage sem lýst er hér að ofan urðu svo að söguþræði í gamanmyndinni The Unbearable Weight of Massive Talent þar sem Cage lék ýkta útgáfu af sjálfum sér.

Cage tók einnig fram að hann sé mjög stoltur af sínum hlut í myndinni Pig sem kom út árið 2021. Þar lék hann fyrrum kokk ,sem var þó orðinn einsetumaður, sem lenti i því að trufflu-svíni hans var rænt. Kokkurinn fyrrverandi þurfti því að rjúfa einangrun sína til að hafa upp á svíninu.

„Þegar ég lék Rob í Pig þá fannst mér ég kominn eitthvert. Mér fannst ég vera meira ég sjálfur heldur en ég hef áður verið í kvikmynd. Kannski var ég ekki að leika. Mér fannst að ég væri að gera nákvæmlega það sem mér er ant um að gera. Ég held að þetta sé mín besta mynd.“

Þeir sem vilja sjá Nicolas Cage í kvikmyndahúsum núna geta skellt sér á myndina Reinfield þar sem Cage leikur hinn goðsagnakennda Drakúla greifa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“