fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Konan í trúðabúningnum játar sök

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sheila Keen-Warren, 59 ára bandarísk kona, hefur játað að hafa skotið Marlene Warren, eiginkonu ástmanns síns, til bana í Flórída þann 26. maí árið 1990.

Morðið var óhugnanlegt en umræddan dag var dyrabjöllunni á heimili Marlene hringt. Hún fór til dyra og fyrir utan húsið stóð kona í trúðabúningi með blóm og litríkar blöðrur með áletrun á borð við: „Þú ert best“.

Konan í trúðabúningnum beið ekki boðanna heldur dró upp skammbyssu og skaut Marlene í andlitið. Marlene lést í skotárásinni og í kjölfarið hófst rannsókn lögreglu sem átti eftir að kosta mikið púður.

Það var árið 2017 að Sheila var handtekin og ákærð vegna gruns um morðið en hún hafði átt í leynilegu ástarsambandi með eiginmanni Marlene, Michael Warren.

Lögreglan komst að því fljótlega eftir morðið að Marlene og Michale, sem voru vinnufélagar, höfðu átt í leynilegu ástarsambandi en lögregla taldi sig ekki hafa næg sönnunargögn í málinu. Þrátt fyrir grun var Sheila því aldrei handtekin eða ákærð vegna málsins.

Flest benti til þess að málið myndi aldrei leysast en árið 2014 hófst rannsóknin á nýjan leik. Það sem tengdi Sheilu við morðið voru niðurstöður DNA-rannsóknar sem þótti sýna að hún hefði verið á vettvangi þegar morðið var framið.

Réttarhöld yfir Sheilu hafa staðið yfir að undanförnu en í gær var kveðinn upp tólf ára fangelsisdómur yfir henni eftir að hún náði samkomulagi við saksóknara. Tekið var tillit til þeirra sex ára sem Sheila hefur þegar afplánað frá árinu 2017.

Í frétt Palm Beach Post kemur fram að Sheila gæti losnað úr fangelsi snemma á næsta ári, eða eftir tíu mánuði, vegna góðrar hegðunar í fangelsinu og þeirrar staðreyndar að rúm 30 ár eru liðin frá morðinu.

Lögmaður hennar, Greg Rosenfeld, segir að Sheila hafi gert samkomulag um að játa á sig morð af annarri gráðu af ótta við að saksóknarar færu fram á dauðarefsingu yfir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær