Valur 1- 0 Breiðablik:
1-0 Anna Rakel Pétursdóttir (´72)
Íslandsmeistarar Vals byrja ansi vel i Bestu deild kvenna en fyrsta umferðin hófst í dag. Valur fékk Breiðablik í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld.
Bæði þessi lið stefna á það að vinna deildina í ár en Valur hefur titil að verja, Anna Rakel Pétursdóttir var hetja Vals í kvöld.
Anna Rakel skoraði eina mark leiksins þegar um 18 mínútur voru eftir af leiknum. Blikar reyndu að sækja jöfnunarmarkið en tókst ekki að finna það.
Í hinum leikjum dagsins vann ÍBV sigur á Selfossi en Tindastóll og Keflavík skildu jöfn.