fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Barnabarn mannsins sem skaut Ralph Yarl er ekki hissa – Segir hann rasista og samsæriskenningamann

Pressan
Föstudaginn 28. apríl 2023 21:00

Ralph Yarl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ralph Yarl, 16 ára svartur piltur, var skotinn í höfuðið að kvöldi 13. apríl í kjölfar þess að hann hringdi dyrabjöllunni á röngu húsi þegar hann ætlaði að sækja systur sína. Sá sem skaut hann heitir Andrew Lester og er hann 84 ára.

Kling Ludwig, barnabarn hans, segist hafa fyllst hryllingi þegar hann frétti að afi hans hefði skotið Yarl. Hann sagðist ekki hissa á þessu því afi hans hafi sýnt af sér „rasíska hegðun“ fyrir framan hann.

Í samtali við CNN sagði hann að afi hans tilheyri þeim hópi fólks sem trúi samsæriskenningum og sé undir áhrifum öfgahægrimanna.

„Samsæriskenningarnar og undarlegir, tilviljanakenndir rasískir hlutir sem þeir segja eru ekki rökréttir, en þeir eru bara hræddir,“ sagði Ludwig.

Hann sagði að afi hans hafi drukkið í sig fréttir frá íhaldssömu fjölmiðlum sem hann segir kynda undir neikvæð viðhorf í garð minnihlutahópa og dæli samsæriskenningum QAnon ofan í áhorfendur.

Talið er að Ralph Yarl muni ná fullum bata í kjölfar árásarinnar en málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana