fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Gamli maðurinn ætlaði að kaupa steik – Brjálaðist þegar hann gat það ekki

Pressan
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 11:00

Hann fékk ekki steikina sína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt hefði getað farið á versta veg þegar maður, sem býr í bænum Republic í Missouri í Bandaríkjunum, fór í stórmarkaðinn fyrir nokkrum dögum til að kaupa steik.

Hann ætlaði að kaupa góða steik en fékk ekki því kjötborðið var lokað. Hann reiddist svo við þetta að hann tók upp skammbyssu og hótaði starfsmanni með því að halda byssunni alveg upp að hálsi hans.

The Independent skýrir frá þessu. Fram kemur að í dómsskjölum komi fram að maðurinn hafi sagt við starfsmanninn að hann þyrfti aðstoð við að láta skera nokkrar steikur fyrir sig. „Ég vil ekki meiða þig,“ sagði hann við starfsmanninn.

Starfsmaðurinn sagði lögreglunni að ágreiningur hafi komið upp þegar hann sá manninn skera sitt eigið kjöt eftir að búið var að loka kjötborðinu. Þegar hann gekk til mannsins dró hann skammbyssuna upp.

„Þegar hann þrýsti skammbyssunni upp að hálsi mér hugsaði ég með mér að best væri að gera það sem hann vildi,“ sagði starfsmaðurinn.

Lögreglan var kölluð á vettvang og handtók hún hinn ósátta viðskiptavin, sem er sjötugur, þar sem hann sat í bíl sínum á bílastæði verslunarinnar.

Hálfsjálfvirk skammbyssa fannst á manninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad