Þegar þetta bar á góma á ráðstefnu í Moskvu sagði Peskov að ráðstefnugestir hefðu eflaust heyrt að Pútín notaðist við marga tvífara á meðan hann sitji í kjarnorkubyrgi. „Enn ein lygin“ sagði hann hlægjandi.
„Þið sjáið sjálf hvernig forsetinn okkar er, hvernig hann hefur alltaf verið og er nú, rosalega iðinn, þeir sem starfa næst honum halda varla í við hann,“ sagði Peskov um yfirmann sinn.