Alls sóttust 20 einstaklingar eftir því að verða fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, en starfið var auglýst þann 22. mars og var umsóknarfrestur til 12. apríl. Upphaflega bárust 21 umsókn en einn umsækjandi dró sína til baka.
Meðal umsækjenda má sjá nokkur þekkt nöfn. Þeirra á meðal Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður, Lovísu Arnardóttir fyrrverandi fréttastjóra Fréttablaðsins, Glúm Baldvinsson, fyrrum frambjóðanda til Alþingis og Auðunn Arnórsson, verkefnastjóra hjá Blaðamannafélagi Íslands, svo dæmi séu tekin.
Eftirfarandi sóttu um starfið:
- Aron Guðmundsson, stjórnmálafræðingur
- Auðunn Arnórsson, verkefnastjóri
- Auður Albertsdóttir, ráðgjafi
- Árdís Hermannsdóttir, samskiptastjóri
- Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður
- Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi
- Erla Gunnarsdóttir, verkefnastjóri
- Eva Dögg Atladóttir, samskiptafulltrúi
- Fjalar Sigurðarson, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins
- Davíð Ernir Kolbeins, almannatengill
- Georg Gylfason, sérfræðingur
- Glúmur Baldvinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur
- Heba Líf Jónsdóttir, ferðaráðgjafi
- Íris Andradóttir, blaðakona
- Kolbrún Pálsdóttir, kynningastjóri
- Lovísa Arnardóttir, fv. fréttastjóri
- Óli Valur Pétursson, fjölmiðla- og boðskiptafræðingur
- Sunna Kristín Hilmarsdóttir, blaðamaður
- Þorfinnur Ómarsson, fjölmiðlafulltrúi
- Ægir Þór Eysteinsson, sérfræðingur