Liverpool hefur sett Kalvin Phillips á blað hjá sér fyrir sumarið og skoðar að kaupa hann frá Manchester City. John Cross hjá Mirror heldur þessu fram.
Phillips er á sínu fyrsta tímabili hjá City en hann hefur lítið sem ekkert fengið af tækifærum.
City keypti enska landsliðsmanninn frá Leeds síðasta sumar og greiddi fyrir hann 50 milljónir punda. Mirror segir að Liverpool sé tilbúið að kaupa hann á 35 milljónir punda í sumar.
Segir í greininni að Phillips sé einn af þeim sem Liverpool skoðar nú þegar Jude Bellingham er út af borðinu, hefur Liverpool hætt við að reyna að fá enska miðjumanninn frá Borussia Dortmund.
Phillips er 27 ára gamall og átti frábæru gengi að fagna hjá Leeds en skrefið til City hefur misheppnast, vegna meiðsla og annara þátta.