Ný treyja Manchester United virðist hafa lekið á netið ef marka má ensk götublöð sem birta frétt um slíkt í dag.
Það er Adidas sem heldur áfram að framleiða treyjur United en þessi nýjasta fellur ekki vel í kramið.
Ensk blöð segja frá því að stuðningsmenn United séu margir reiðir á samfélagsmiðlum yfir hugsanlegri treyju.
„Ég fer að gráta ef þetta er satt,“ skrifar einn og mjög margir taka í svipaðan streng. Eru doppur yfir alla treyjuna sem fer illa í marga.
Mynd af treyjunni sem er sögð vera treyja United á næstu leiktíð er hér að neðan.