Martin Odegaard fyrirliði Arsenal frumsýndi nýja kærustu í gær þegar hann gekk um stræti Lundúna. Um er að ræða hina 27 ára gömlu Helene Spilling.
Hún kemur frá Noregi líkt og Odegaard en ástin hefur blómstrað hjá þeim undanfarna mánuði.
Odegaard og Helene Spilling hafa hins vegar ekki sést saman á opinberum vettvangi fyrr en í gær þegar þau spígsporuðu um London í leit að mat.
Odegaard er 24 ára gamall og er Spilling því þremur árum eldri. Hún varð fræg í Noregi þegar hún tók þátt í vinsælum dansþætti, fór hún með sigur af hólmi þar.
Helene Spilling er nokkuð vinsæl og hefur tæplega 80 þúsund fylgjendur á Instagram.