Hefurðu einhvern tíma verið að skoða yfirlitið í heimabankanum og hugsað með þér: „Kannski ég fari bara að selja fótamyndir?“ Samkvæmt Cosmopolitan ertu alls ekki ein og hugleiða margar konur þennan tekjumöguleika, hins vegar er þetta ekki eins auðvelt og fólk heldur.
Að framleiða og selja fótamyndir getur verið mikil vinna samkvæmt tíu OnlyFans-stjörnum sem ræddu við miðilinn en þær eiga allar það sameiginlegt að græða á tá og fingri á fótamyndum.
OnlyFans-stjarnan Kiara Skye segir að þú verður að vera tilbúin að helga góðum hluta af vinnudegi þínum í þetta og Scarlett Venom, sem einnig selur fótamyndir á OnlyFans, segir að þetta sé ekki eins einfalt og að taka mynd af fótunum þínum. Þú þarft að gera ýmislegt annað eins og að gera sérútbúin myndbönd fyrir viðskiptavini, spjalla við aðdáendur og fleira til að þéna almennilega á þessu.
Fótafrumkvöðlar þurfa því ekki einungis að vera fyrirsætur heldur einnig framleiðendur.
En fyrir þær sem eru tilbúnar að láta á reyna og skuldbinda sig fótaævintýrinu þá eru tekjumöguleikarnir nokkuð góðir. Cosmopolitan ræddi við nokkrar fótastjörnur og spurði hvað þær þéna mikið.
„Ég rukka allt frá 680 til 13660 krónur fyrir eina mynd, það fer eftir því hvort ég sé að selja öllum sömu myndina eða þetta sé sérpöntun,“ sagði Tara Lynn Foxx.
„Það mesta sem ég fengið var þegar ég seldi pakka af tíu myndum og myndbandi af mér að nudda á mér fæturna með olíu. Ég rukkaði 41 þúsund krónur og fékk um 27 þúsund krónur í þjórfé. Þar að auki fékk ég nokkur skópör,“ sagði Emma Jade.
„Það mesta sem ég hef fengið frá aðdáanda var rúmlega 1,7 milljón fyrir sex sérpöntuð myndbönd, hvert og eitt tíu mínútur að lengd, allt pantað í einu og borgað á sama tíma,“ sagði Roxie Rae.
„Ég seldi 15 sekúnda myndband fyrir 68 þúsund krónur og þetta var bara nærmynd af ilinni, ég var að kreista tærnar og teygja úr þeim,“ sagði Emma Magnolia.
„Ég sel fimm myndir á 1360 krónur og rukka tæplega 500 krónur á mínútu fyrir myndband. Ég rukka 270 krónur aukalega fyrir að segja nafn viðskiptavinarins og 409 krónur aukalega að bæta gervilim við. Ég þéna um 136 þúsund krónur á mánuði fyrir fótamyndir,“ sagði Lil Booty Judy.
„Það mesta sem ég hef fengið fyrir eina fótamynd voru rúmlega 61 þúsund krónur og hann borgaði líka fyrir fótsnyrtingu, sem var frekar dýr því hann vildi fá nafnið sitt naglalakkað á tærnar,“ sagði Madi Collins.